Iðunn - 01.06.1887, Side 60
346
Ljónaveiðin við tíender.
menni þyrptist að til þess að sjá þá, þar sem þeir
höfðu náttstað. Fór þar sem sagt er fra um Hrólf
kraka og kappa hans í höll Aðils konungs, er allir
vildu þess vísir verða, hvar Hrólfur konungur var;
vildu menn eigi síður vita, hver vera nmndi Ivarl
könungur af köppum þessum tvennum tólf frá
Svíaveldi, er frægir voru af framgöngu sinni og
reyndir mjög í hernaði á Eússlandi, Póllandi og
suður í Tyrkjalöndum. Fransknr iðnaðarmaður
einn í Hanau þóttist þekkja, hvar konungur væri.
þ>að var þá Ture Bielke. Hann gekk fyrir hann,
ávarpaði hann á sína tungu, og vildi koma sjer á
framfæri við konung og smíðum sínum. Bielke
svaraði honum á sömu tungu; sagði sem var, að
hann væri eigi Svíakonungur, og gat þess til sann-
indamerkis, að Karl konungur kynni eigi að mæla
á franska jtungu. »Svíakonungur getur allt,sem hann
vill», svaraði maðurinu.
Meginliðinu vannst seinna leiðin, og fór þó mildu
beinni veg, um austanvert þýzkaland, sem áður er
sagt. það kom eigi norður í Stralsund fyr en á
áliðnum vetri, 18. marz 1715. Ljetu þeir illa yfir
sinni ferð. Yoru í þeirri för margir hinir göfgustu
yfirliðar og meiri háttar embættismenn, en flestir
svo illa búnir að vopnum og klæðum og öðrum
föngum, að þeir tóku það ráð, að leyna embættis-
tign sinni, til þess að gera eigi laudi sínu minnkun.
Hershöfðingjar ljetust vera undirforingjar, og undir-
foringjar óbreyttir liðsmenn. Má af því marlca hag
hinna og aðbúuað allan.