Iðunn - 01.06.1887, Qupperneq 64
350
J. N. Madvig:
jeg vildi eigi bera ábyrgð á fyrir dómstóli sögunnar.
Sennilegt er, að þetta liafi veikt álirif ræðu
minnar, sem, eptir því sem á stóð, gátu ekki orðið
mikil. Nú hef jeg farið aptur yfir það, er jeg
mælti þá, eptir að búið er að prenta það, og er
jeg ekki óánægður með sniðið, sem jeg hafði á
ræðu minni, og fyrirvarann, sem jeg tók fram í
innganginum, um, að hinum rjettláta og stranga
dómstóli sögunnar væri hjer geymdur allur rjettur,
en að þá væri hvorki staður nje stund til að fara
frekar út í það mál, svo sem menn væru slcapi
farnir, eins og rjett væri og eðlilegt á slíkri stund.
Jeg gaf í skyn, að meðal þeirra, er þar væru
staddir, væru sumir, sem borið gætu vitni um hinn
látna konung fyrir sögunni. Nú eru flestir þessara
manna látnir, og liafa eigi borið vitni urn konung,
og eigi voit jeg, hvort þcir, er enn eru á lífi, eða
einhvórjir þeirra, muni gera það, jafnvel þótt slíkt
væri ekki birt á prenti fyr en eptir dauða þeirra.
Aptur á móti hefir sú skoðun á Friðriki VII., sem
jeg taldi goðsögn líka, dafnað, þróast og fest ræt-
ur hjá öllum almenningi, og það svo, að rjettindi
og kröfur sögunnar eru fyrir borð borin,—þó jeg hafi
tekið eptir því, að nú síðast hafa einstöku menn
mælt í móti slíku. Samvizka mín býður mjer því,
að leggja minn skerf til vitnisburðar um þetta mál,
og láta það eigi fæla mig, þótt sumum kunni að
þykja miður viðeiga, aðjegkveði upp miðlungi góðan
dóm um konung þann, er jeg hefi þjónað, og hafði
yfir höfuð margt vel til mín gert. En jeg vona,
að jeg geti gert það, 'og þó gætt þess, sem okkur
konungi fór á milli, svo að vel megi sæma.