Iðunn - 01.06.1887, Side 67
Friðrik sjöundi.
353
Stundum brá því skrítilega fyrir, og það eptir að
stjórnarbótin var á komin, að það var eins og upp
rifjuðust fyrir honum hin fornu einræðisvöld og að
honum væri inn blásið að beita þeim. Yanalega
gerði hann sig þó ánægðan með að halda liinum
ytri tignarmerkjum og hlynnindum konungdómsins,
og að haga hversdagslífi sínu, heimili og hirð eptir
geðþótta sínum.
En eins og ekki er hægt að saka liann um fast-
heldni við emveldið, eins var hins vegar alls ekki
til að dreifa hjá honum föstum ásetningi, grund-
völluðum á sjálfs hans sannfæringu og þekkingu,
um að takmarka einveldið, og að fara svo eða svo
langt í þeirri takmörkun. Hann ritaði mótmæla-
laust undir stjórnarbótarauglýsinguna 28. jan. 1848,
og ljet í marzmánuði undan því, sem þá var farið
fram á, sjálfsagt meðfram tilknúinn af byltingun-
um í Evrópu og uppreisninni heima fyrir, sem mátti
til að bæla niður.
Um það, hvort konungur hefir á nokkurn hátt
tekið þátt í undirbúniugi grundvallarlagafrumvarps-
ins, sem marzmánaðar-ráðaneytið samdi og lagði
fyrir þingið, veit jeg ekki neitt; en aldrei hef jeg heyrt
hinn minnsta ávæning um það. Meðferð þingsins
á frumvarpinu og breytingarnar þar ljet hann sig
svo sem engu skipta.
Afskipti konungs af málinu um skiptingu Sles-
víkur, sem varð marzmánaðar-ráðaneytinu að fóta-
kefli, svo þeir urðu að leggja niður völdin, áttu,
að því er jeg ætla, að mestu leyti rót sína að
Iðunn Y.
23