Iðunn - 01.06.1887, Side 68
354 J. N. Madvig.
rekja til álirifa annara manna, bæði hjerlendra og
erlendra.
Svo kom nú hjónavígslan til vinstri liandar, sem
konnngur fór svo dult með, að öllum kom á óvart, og
áhrifin, sem það hafði á hugi manna (t. d. hjá ætt-
ingjum konungs) ; hvorttveggja þetta olli ýmsum
erfiðleikum, einnig utan heimilis konungs, einkum
í ríkiserfðamálinu ; til þessa hjónabands átti líka
margt í viðskiptum konungs við ráðgjafana rót sína
að rekja og ýmsar breytingar á skipun ráðaneyt-
anna. það var líka mjög leitt, að jafn lítilsigldur
maður sem Berling prentari, sem búið var að
dubba til kammerherra og konungsgjaldkera, skyldi
vera látinn vafsast í þeim málum. Eitt illt, sem
stafaði af því, að konungur gekk að eiga kvenn-
mann þennan (greifainnu Danner), var líka það, að
fátt varð um konung göfugra manna. jpeir, sem
eðlilegast var um og líklegastir voru til að koma
til hirðar konungs, komu hvergi nærri, hvort sem
það nú hefir verið af siðferðis-strangleik eða vel-
sæmis-ástæðu ; þó skal eigi því neita, að óáuægja
sumra lendra manna út af stjórnarhreytingunni
rjeð þar nokkru um. Jafuvel í öðrum löndum dró
þetta og nokkuð úr virðingunni fyrir erfðatign kon-
ungdómsins. Ollum þeim, er komust í kynni
við konung, fannst líka fátt um , livað það
fór í vöxt lijá konungi, að hætta til að gera sig
gildan með sögum, þar sem farið var eigi ein-
ungis í kringum sannleikann, heldur jafnvel í
kringum það sem sennilegt var; einkum hneiksl-
aði það menn mjög, þegar konungur stundum var að
tala um afreksverk sjálfs sín og segja sögur um