Iðunn - 01.06.1887, Page 71
Friörik sjöundi.
357
vallarlögin, ætti rót sína að rekja til vilja konungs
eins og hans ráðstafana, þá verður þjóðarhylli
Friðriks VII. mjög eðlileg, og eins það álit á hon-
um, sem breiðzt hefir út meðal almennings, og sú
hugmynd, sem alþýða manna hefir skapað sjer urn
hann.
þar sem opt hefir verið orð á því gjört, live
danskur hann hafi verið í lund, þá er þess að
gæta, að þetta lundarfar hans kom einkum fram í
því, að hann eins og hændist að landi og lýð, þar
sem hann var borinn og barnfæddur, enda hafði
hann aldrei á æskuárunum verið látinn kynnast
þýzkri menntun, og aldrei hafði hann fundið neina
löngun hjá sjer til að aíia sjer frekari menntunar.
þótthann gæfi talsverðan gaumdönskum fornmenjum,
þá var því ekki samfara nein löngun til þess að kynna
sjer vel og rækilega sögu Danmerkur og Norður-
landa. Uppreistin í hinum þýzku löndum ríkisins
varð honum að eðlilegri hvöt til þess að leggja enn
fastar lag sitt við þann hluta ríkisins, sem var hon-
um trúr og hollur.
Líkneski Friðriks konungs fyrir framan Ki'ist-
jánshöll og önnur slík líkneski, er reist hafa
verið víðs vegar um land til minningar um hann,
jartegna reyndar, þegar skoðað er frá sjónarmiði
sögunnar, öllu síður neitt konunglegt stór-
virki, heldur en stjórnarbreytingu, sem komið
Varð á án þess að konungur stæði þar á móti; en
það er líka virðingarvert og þakklætis, að láta
undan rás viðburðanna í tíina, einkum þegar það
ei’ gert og því haldið fram af hreinum liug, og ekki