Iðunn - 01.06.1887, Page 72
358 J. N. Madvig: Friðrik sjöundi.
með illu geði eða hugarbeizkju. Gullsveigurinn á
líkkistu hans í Hróarskeldu, frd dönskum konum,
fiunst mjer síður eiga við; göfugt hugarfar og þar
af sprottin framkoma gagnvart konum mun tæp-
lega hafa verið Friðriki VII. eiginleg. Sú skoð-
un, að hægt hefði verið að sneiða hjá óláni því,
sem dundi yfir Danmörk 1864, ef Friðrik VII.
hefði lifað, hefir við þau ein sönn rök að styðjast,
að hefði konungur lifað lengur, þá hefði heldur
mátt leita lags að leysa úr þeirri ógnarlegu fiækju,
sem málið var komið í, með því að neyta þess,
að þessi konungur var síðastur þeirra konunga,
er ríkið hafði tekið að erfðum, og því meiri fyrir-
staða þar sem hann var, heldur en aðrir fjar-
skyldari; en það var úrhættis, þegar er hans
mis8ti við. En um það er ekkert hægt að segja,
hvort lánazt mundi hafa að liagnýta sjer það,
og hvort þá hefði betur til tekizt að einhverju
leyti.
(9-)