Iðunn - 01.06.1887, Qupperneq 74
360
Gestur Pálsson :
vera á ferð um heiðar á næturþeli, þegar nótt er
björt og veður gott.
Hvergi getur maður eins hjartanlega og eins full-
komlega sökkt sér niður að njóta náttúrunnar og
uppi á fjöllunum. I byggðinni rekur maður sig
allt af á mannaverk og mannabýli, og það er ekki
trútt um stundum, að manni finnist þes3 konar
smásmíði hálft um hálft eins og einhvers konar
blettir á náttúrunnar stóru bók, einsog náttúran væri
hreinni og svipmeiri, ef væru þau ekki.
Allt öðru máli er að gegna upp á fjöllunum. þar
er ekkert, sem dregur úr mikilfengleik náttúrunuar.
Hvergi er sumarkyrðin á næturþeli eitis þögul eins
þar. Stórskorin fjöll og firnindi, endalausir eyði-
geimar, blásin holt og hæðir, allt stendur dauða-
kyrt og steinþegjandi í sinni hrika-dýrð; og ekkert
minnir á mennina þar uppi nema vegurinn, sem
maður fer, en hann er líka venjulega sannkallað
mannaverk.
Yið þórarinn riðum hægt yfir heiðina; okkur
fannst svo gaman að vera þarna um nóttina, svo
við kærðum okkur ekkert um að hraða ferðinni,
enda Var vegurinn ekki góður.
Við vorum að spjalla utn um hitt og þetta, ltelzt
um draugasögurnar, sem fóru af heiðinni, einkum
sæluhúsinu. Við fordæmdum alla draugatrú hver í
kapp við annan, og þó var hvorugur okkar laus við
að vera myrkfælinn, en við vorum of hjegómlegn*
á þeim árum til að játa slíkt, og þegar við vorurn
tveir saman, fannst okkur það laglegast að bera
okkur vel og tala lireystilega.
þórarinn var að tala um, að það væri nógu gatn-