Iðunn - 01.06.1887, Page 75
361
Sagan af Sigurði formanni.
an að koma við í sæluhúsinu og vita, hvernig það
draugabæli liti út að innan.
En þegar við komum að sæluhúsinu, þá tókum
við báðir sprett, og riðum steinþegjandi fram hjá
því í loptinu ; það var ekki nefnt á nafn að fara
af baki, og mér sýndist nærri þvf hornaugað, sem
jpórarinn vinur minn sendi sæluhúsinu, lýsa allt
öðru en hugrekki.
Við töluðum svo ekki meira um drauga. Yið
fórum að ríða harðara eptir heiðinni, og þegar við
komum ofan*á dalbmnina, var sól komin upp fyrir
góðri stundu.
Að baki okkar lá lieiðin.
Sólin var farin að skíua um alla tinda og hæstu
hóla, og mér sýndist þessi kulda-geimur einhvern-
veginn svo tröllslega fagur í sinni auðnar-kyrð. —
Pyrir neðan okkur blasti við fagurt dalhjerað, þar
sem allt lýsti sumarvinnu og mannastriti fyrir líf-
inu. Eeykirnir voru smátt og smátt að koma upp
á bæjunum, og einstöku menn voru að koma út og,
fóru að slá.
Við áðum lengi í Heiðarbæ, sem er næsti bærinn.
undir heiðinni að norðanverðu; sváfum þar og
hvíldum hestana.
En breytingin, sem orðiu var á veðrinu, þegar
við vöknuðum aptur !
jpað var lítið eptir af góðviðrinu frá því um morg-
uninn.
Nú var komið bleytukafald með stormi og níst-
ingskulda, sem ekki var furða, því hafísinn lá úti
fyrir.