Iðunn - 01.06.1887, Page 77
363
Sagan af Sigurði formanni.
Stúlkan skildi hvað hann fór, tók krúsina, fyllti
hana toddýi og bar honum. Hann tók hana þegj-
andi, setti hana á munn sjer, drakk hana í botn og
sagði aptur: »Meira.«
Stúlkan gerði iionum sömu skil, en nú drakk
hann ekki úr krúsinni, heldur setti hana hjá sjer.
Við settumst við borð all-fjarri honum, og stúlk-
an bar okkur þangað hressingu; en hún fór svo
fljótt burtu, að við gátum ekki spurt hana að, hver
maðurinn væri.
Hann sat kyr eins og áður, steinþegjandi, og leit
ekki við okkur, heldur en hann vissi ekki af því, að
við værum inni.
Svo rjetti hann dálítið úr sjer og lagði hendurn-
ar fram á borðið.
Eg hefi aldrei sjeð eins stóra og vöðvamikla
hönd.
Vöðvarnir í hendinni urðu svo berir, því hann
greip svo fast um tinkrúsina.
En allt af hjelt hann höfðinu hálf-lotnu og ein-
blíndi inn í ofninn.
Við fórurn að tala saman í hálfum hljóöum við
okkar borð, en höfðunx þó allt af auga á þessum
tröllvaxa, hvíthærða manni.
Allt í einu tók liann tinkrúsina og tæmdi liana í
einum teig.
Mjer sýndist höfuðið á honum fara að síga meir
ofan á brjóstið en áður, og við fórum að tala um,
að nú mundi hann sofna svona.
En svo sáum við, að varir hans fóru að bærast,
og við heyrðum hann segja í hálfum hljóðum :
»Kain, Kain.«