Iðunn - 01.06.1887, Síða 81
Sagan af Sigurði formanni.
367
mönnum getur dottið í liug til þess að stytta sér
stundir og auka fjörið.
f>ó þeir bræður væru í mörgu ólíkir, féll hið
bezta á með þeim. Sigurður fór með Einar langt
um fremur eins og hanu væri sonur hans en yngri
bróðir. jpegar Einar var lasinn, sem opt kom fyr-
ir, þá var Sigurður svo nærgætinn við hann og
hjúkraði honum nærri því eins og barni. Einar
unni líka bróður sínum liugástum og þótti ekkert
ráð nema hann réði.
I einu voru þeir bræður líkir, og það var, að báð-
ir voru þeir myrkfælnir. Sigurður var þó nærri því
verri en Einar, því hann þorði ekki um þvert hús,
eins og rnenn segja, þegar dimmt var orðið. það
var opt hent gaman að myrkfælni þeirra bræðra,
einkum Sigurðar, sem von var, því hann var mesta
heljarmenni til burða; en hann hafði jafnan þá
afsökun á hraðbergi, að sjer væri ekki meira að
vera myrkfælnum en Gretti.
þessi myrkfælni bræðranna átti þó, eins og flest
annað, ógnar eðlilega rót. jpeir voru úr mestu hjá-
trúarsveit. jpar var fjöldi af Mórum og mergð af
Skottum, sem allir sáu og heyrðu til, jafnt skygn-
ir sem óskygnir. Við görnlu draugana bættust líka
nærri því jafnmargir nýir draugar og dóu í sveit-
inni; þegar öndin var liðin af einhverjum manni,
þá gekk hann jafnharðan ljósum logum, ekki einu-
t sinni til allra ættingja, kunningja og nágranna,
heldur líka fram og aptur um alla sveitina; ef ein-
hver fór ferða sinna út af heimilinu, þar sem hann
hafði dáið, þá hafði draugurinn allt af tíma til að
fylgja honum, hvert sem hann fór, og gerði sér það