Iðunn - 01.06.1887, Síða 82
368
Gestur Pálsson:
svo til gamans, að koma á undan honum á livern
bæ og stytta sér þar stundir með því að reka ná-
bleikt höfuðið framan í einhvern, sem stóð titi við
og átti sjer einskis ills von, eða þá að ríða húsum
og renna sjer svo niður eptir baðstofuhliðinni,
binda kýrnar í fjósinu saman á hölunum, slökkva
koluna í eldhúsinu, eða strjúka einhverri vinnukon-
unni um vangann með ískaldri hendinni, svo það
var nærri því liðið yfir hana. Og stundum þegar
menn í mesta sakleysi ætluðu að taka í nefið og
stungu fingrunum niður í kyllirinn sinn, þá vissu
menn ekki af því fyr en þar voru ískaldir fingur
fyrir, sem líka þurftu að fá sér í nefið. þegar svo
bar við, mátti ætíð ganga að því vísu, að annað-
hvort mundi maður brátt koma frá einhverjmn
bænum, þar sem einhver draugurinn hafðist við að
staðaldri, eða þá að einhver nákominn ættingi eða
vinur var dáinn og var mí að ganga á milli til að
tilkynna vinum og vandamönnum sitt eigið and-
lát.
Við svona sögur höfðu þeir bræður alizt upp frá
blautu barnsbeini, svo það varí raun og veru ekld
að undra, þótt þeir væru myrkfælnir. Flestir við-
burðir, sem menn ekki gátu þreifað á orsökunum
til, voru eignaðir draugum; ef hestur fældist í
myrkri, þá var það af því að hann hafði sjeð eitt-
hvað óhreint; ef maður villtist í náttmyrkri eða
kafaldi, þá var villt um hann; ef einhver und-
arlegur sjúkdómur kom í einhverja skepnu, þá var
það opt og tíðum kennt einhverjum draugn-
um.
þ>að er vitaskuld, að aliir þar í sveitinni voru