Iðunn - 01.06.1887, Page 83
Sagan af Sigurði formanni.
369
ekki eins myrkfœlnir og Sigurður; en það er eins
um myrkfælni og margt annað, að áhrifin eru
misjöfn, þótt orsökin sje sri sama.
Nú var komið undir jól, og allir, sem ekki áttu
heima í Víkinni, bjuggust til heimferðar.
þeir bræður, Sigurður og Einar, ætluðu, eius og
vant var, heim til móður sinnar og sitja heima
fram á þorrann eða fram að vetrarvertíðinui.
En daginn, sem þeir ætluðu að leggja á stað, varð
Einari illt, svo ekkert varð af ferðinni þann dag-
inn; daginn eptir, sem var þorláksmessa, var Ein-
ar reyndor dálítið skárri, en þó tæplega ferðafær.
Bræðurnir vissu nú, að rnóðir þeirra mundi verða
hrædd um þá, ef ferð þeirra drægist fram
yfir jólin, en heim áttu þeir tveggja daga ferð, svo
ef þeir ætluðu sjer á annað borð að ná heim á
aðfangadagskveldið, þá urðu þeir að leggja á stað
þann daginn. Einar var reyndar óður og uppvæg-
ur að fara, en Sigurður rjeð því, að liann sæti kyr,
og fór með hann heim að bænum í Vík rjett fyrir
utan verstöðina og kom honum þar fyrir fram yfir
jólin; þá töldu báðir bræðurnir víst, að liann
mundi fullhress, og var þá gert ráð fyrir, að hann
kæmi heim á eptir bróður síuum.
Sigurður bjóst því einn til heimferðar; móðir
hans hafði sent þeim bræðrum einn hest, til að
flytja á heim farangur þeirra og þess kyns, en
sjálfir áttu þeir að fara fótgangandi, enda var færð-
in allgóð.
Sigurður kvaddi nú bróður sinn, og þótti Einari
Iðunn. V.
24