Iðunn - 01.06.1887, Side 85
371
Sagan af Sigurði formanni.
litla hríð og gaf liestinum hey, sem hann iiafði
fengið með sjer á Heiðarbæ.
Meðan hann stóð þar við, litaðist hann um.
Nú var orðið albjart af degi; fyrir neðan liann lá
dalurinn stálgrár á að líta, af því að hann var eigi
enn orðinn alsnjóa. Beggja vegna við hann risu
dökk og tröllsleg hamragljúfur fram með giljunum,
sem runnu ofan í dalinn. þar fyrir ofan skiuu
snjóhvítar brúnirnar og þar uppi sátu stöku hujúk-
ar eða hólar, sem litu svo skrítilega út, þegar þeir
báru við ljósgulan morgunhimininn. Sumir þeirra
hölluðust aptur á bak, éins og væru þeir orðnir
þreyttir á langri og marklítilli æfi, og vildu nii
halla sjer og hvílast svo til dómsdags, en sumir
voru eins og teygðu þeir sig fram yfir dalinn til
þess að vera á gægjum og litast eptir, hvort
nokkur lifandi vera væri svo fífldjörf að sækja
fram dalinn og leita til þeirra fram á fjöllin og
firnindin.
Sigurður fann glöggt, þó hann gerði sjer ekki
grein fyrir því, hvað náttúran var hreinleg og mik-
ilfengleg þarna fram undir óbyggðunum, en af því
hann var aðgætinn ferðamaður, fór hann nú ná-
kvæmlega að líta til veðurs. það var nærri því
logn og himininn var heiður, nema hvað Ijósleitur
skýflóki hafði sezt á kollinn á hæsta hnjúknum
yfir dalbotninum.
Sigurður stóð skamma stund við, en fór að lialda
upp heiðarbrekkurnar; þær eru bæði brattar og há-
ar og ótal sneiðingar í þeim fram og aptur, enda
eru þær svo seinfarnar, að það er ferðamanna
24*