Iðunn - 01.06.1887, Síða 87
373
Sagan af Sigurði í'ormanni.
mönnum samferða, þá rjeð hann þó strax af, að
halda áfram ferðinni.
Honum datt líka í hug móðir sín heima, og hann
vissi það, að hún yrði fjarska hrœdd, ef hvorugur
þeirra bræðranna kæmi heim, einkum þar sem veðr-
ið var vont.
Hann hjelt svo strax á stað fram á heiðina, gekk
rösklega og rak hestinn á undan sjer.
En allt af voru Ijósu bálkarnir fram á heiðinni
að færast nær honum, og hann hafði skammt farið,
þegar fór að slíta úr honurn á hann ; þegar hann
leit aptur á bak, sá hann, að hríðin var komin of-
an á dalbrúnina líka, og eptir því sem hann hjelt
áfram, var sjóndeildarhringurinn í kring um hann
allt af að smáminnka; snjórokurnar veltu sjer utan
að honum, þyrluðust í kringum hann og þutu svo
áfram drynjandi, því allt af var að hvessa; á allar
hliðar við sig sá hann sama snjóbálkinn, þjettan og
dökkan, sem allt af var að færast nær iðandi og
hvínandi undan storminum.
það fór hrollur um Sigurð, þegar hann hugsaði
um, hvernig þessi heiðarför mundi enda.
Og var það ekki vou !
Ef nokkuð er til hrikalegt og voðalegt á þessu
mannrauna-landi, þá er það það, að vera aleinn á
ferð uppi á reginfjöllum í blindbyl.
Menn tala svo opt um, að okkar líf hjer sje ein-
tómt stríð við náttúruna.
Og þó er það í raun og veru ekkert stríð, vegna
þess, aðnáttúruna sigrar enginn og getur enginn haft
von að sigra; en þegar annar málsaðili enga von
liefir að sigra hinn, þá verður aldrei neitt úr stríði.