Iðunn - 01.06.1887, Side 88
374
Uestur Pálsson:
Náttúran hefir bæði valdið og máttinn til, þegar
hennar lögmál býður, að slökkva hvern lífsneista,
sem bærist upp um fjöllin, og fela hverja lifandi
veru, sem þar er á ferð, einhversstaðar upp um firn-
indin, þar sem sólin aldrei getur skinið um allan
aldur heimsins og þar sem ekkert sumar getur
leitt það í ljós, sem hún vill hylja. Hún getur
strokið hvert skip burt af sjónum og ekkert skilið
eptir, liðað í sundur mannanna býli og lagt hvert
hjerað í eyði.
það er ekki til neins að spyrja : »Hví gerðirðu
þetta ?«
Hennar lögmál er hennar leyndardómur, og það
skilur enginn.
Hiin ein hefir leyfi til að hlaða valköstum, hvar
sem hún vill og úr liverju sem hún vill; — þar er
enginn til að dæma.
Hvað varðar liana um mannatár og mannaraunir?
Hún fer sína leið, og allt það, sem verður á vegi
hennar, verður að falla — það er sama hvort það
er fjall eða smásteinn, maður eða maðkur — allt
verður að falla, af því það verður fyrir henni, þegar
hún framkværnir sitt dularfulla ógnar-lögmál.
Fyrir henni verður allt smátt, af því að hún ein
er stór.
þess vegna er það svo hræðilegt, að vera einn á
ferð um lieiðarnar, þegar hún er komin í algleym-
inginn sinn.
þar er engin mannhjálp nærri; náttúran og vegfar-
andi glíma þar ein í ógnar-tómi; þar er enginn til að
segja frá viðskiptum, og ef eittlivert angistaróp
kynni að koma, þá grípur stormurinn það óðara,