Iðunn - 01.06.1887, Síða 89
375
Sagau af Siguröi formanni.
og fleygir því eitthvað út um fjallageiminn, þangað
til það deyr og verðúr að engu.
það var því ekki nema eðlilegt, að hrollur færi
um Sigurð, þegar hann liugsaði til ferðarinnar yfir
heiðina.
Honum datt enn í hug að snúa aptur, en bæði
var honum það nauðugt, og svo treysti haun sjer
nærri því betur til að rata fram heiðina heldur en
til baka, ofan heiðarbrekkurnar og niður dalinn.
Veðrið var nú orðið svo hart, að hann gat ekki
rekið hestinn á undan sjer, því hesturinn sneri sjer
undan og stóð í höm. Sigurður varð því að ganga
á undan og teyma hestinn.
það var kominn sorta-bylur, og hann sá stundum
ekki faðm frá sjer; þó rataði hann, bæði af því, að
heiðin var vel vörðuð, og líka af því, að hann sá
víða til götu, því fönn var ekki rnikil komin á heið-
ina enu ; en allt af var hann að hlaða heuni niður,
og eptir því sem lengra dró fram eptir heiðinni, fór
hann að eiga bágra með að finna götuna.
það sem líka gerði honum einna verst, var, að
allt af öðru hverju hlóð svo snjó fyrir andlitið á
honum, að hann gat ekkert sjeð, svo hann varð
hvað eptir annað að standa við til að reyna til
rneð volgri hendinni að þíða og plokka klakann
hurtu frá vitunum á sjer.
Sigurður hugsaði með sjer, að hann mætti þakka
Guði fyrir, ef hann kæmist lifandi í sæluhúsið, og
hugsaði sjer svo að láta berast þar fyrir um nótt-
ina, þó hann vissi, að það yrði lítt skemmtileg
jólanótt.
Hann þóttist viss um, að hann enn væri á rjett-