Iðunn - 01.06.1887, Page 90
376
Gestur Púlsson :
um vegi, og ætlaði nú, eptir því sem honum
taldist til, að hann væri kominn nálægt sælu-
húsinu.
En það var eins og veðrið væri allt af að harðna,
stormurinn að vaxa og moldviðrið að verða dimm-
ara. Hesturinn varð allt af að verða stríðari í
taumi og tafði því mjög ferð Sigurðar, og loksins
lagðist hann alveg niður, og Sigurður ætlaði aldrei
að geta fengið hann á fætur; en þegar hann var
svo kominn á stað með liann aptur, vissi hann ekki
fyrri til, en hann rak sig á vörðu í moldriðinu, og
þegar liann fór að aðgæta hana betur, sá hann, að
það var einmitt varðan rjett hjá sæluhúsinu.
Svo komst hann við illan leik heim í sælu-
hÚ8Íð.
Sæluhúsið var, eins og ílest þess háttar hús hjer
á landi, lítt vandað. það urðu svo margir menn
úti á heiðinni, að sýslunum beggja vegna við hana
kom loks eptir rnargra ára bollaleggingar saman
um að reisa þar sæluhús, og þegar loks hrepp-
stjórunum, sem næstir voru heiðinni að norðan og
sunnan, var falið af sýslunefndunum að koma hús-
inu upp á kostnað sýslusjóðanna, þá var meira
hugsað um það, að geta haft einhvern dálítinn á-
hata á verkinu, eins og á hverju öðru almannastarfi,
heldur en um hitt, að húsið yrði sem bezt úr garði
gert fyrir ferðamenn, sem leituðu sjer þar lífs und-
an hríðum á fjöllunuin. þó var sæluhúsið allgott
í fyrstu, og þar lagður fyrir eldiviður, dálítið af
heyi og eldfæri fyrsta haustið, auk þess sem þar
var byggð eldstó, lagður til pallur, reka o. fi-
Húsið var náttúrlega ólæst, en trjeloka fyrir. En