Iðunn - 01.06.1887, Page 91
377
Sagan af Sigurði formanni.
áður en fannkomur byrjuðu fyrsta liaustið, var allt
hey horfið, eldiviður sást enginn og eldfærin fund-
ust engin. Svo var hætt að leggja slíkt til. jöað
leið heldur ekki langt um, þangað til rekan hvarf.
Lengst tolldi potturinn, en svo hvarf hann líka eitt
haustið, þegar farið var að dimma nótt. það var
auðvitað mikið talað um á sýslufundum beggja meg-
iu heiðarinnar, að nauðsyn bæri til að leggja betur
til sæluhússins; en ekkert varð úr því, því sýslu-
nefndirnar kenndu hvor annara sýslubúum um, að
hafa stolið úr húsinu.
f>ó kastaði fyrst tólfunum með sæluhúsið, þegar
hurðinni loksins var stolið frá því eitt haustið; þá
tók þó hreppstjórinn fyrir sunnan heiðina sig til, og
gaf nýja hurð fyrir sæluhúsið, og þar við sat með að-
búnaðinn að því.
Sæluhúsið var svo gert, að í því var loptþrep í
öðrum endanum og tók manni í mitti; var það
ætlað mönnum til að sofa í, en í hinum endanum
var ekkert lopt, og þar áttu menn að hafa hesta sína,
ef þeir annars hefðu nokkra.
jpegar Sigurður var kominn inn í síeluhúsið og
búinn að litast þar um, fór hann og iokaði því, og
bar reiðinginn og farangur sinn fyrir dyrnar að
innanverðu ; því hann var ekki óliræddur um, að
veðrið kynni að brjóta inn hurðina. Svo setti
hann stafinn sinn þvert fyrir hana til styrktar, og
fór svo að gefa hestinum sínum. Sjálfur fór hann
svo upp á loptþrepið og lagðist þar niður, þegar
hann var búinn að búa þar um sig eptir því sem
föng voru á.
Hann lagði aptur augun og reyndi til að sofna.