Iðunn - 01.06.1887, Síða 92
378
Gestur Pálsson :
En hann gat ekki sofnað. Honum fór að verða
einhvern veginn órótt innanbrjósts, einmitt nú þegar
hann var komin inn úr hríðinni í kyrðina, og ætl-
að leita sjer værðar. Hann gat ekki að því gert,
að hvernig sem hann reyndi að sporna við því, þá
duttu honum í hug draugasögurnar, sem honum
höfðu verið sagðar í bernsku; ein eptir aðra þutu
þær í hug hans, ílengdust þar, uxu þar og urðu
að Jifandi fylkingu, sem hann horfði á, og gat ekki
haft augun af,—■ þang til hann þaut upp með and-
fælum og vissi ekki hvort hann vakti eða svaf, og
einblíndi svo út í loptið, til þess að vita, hvort
hann sæi nokkuð. En hann sá ekkert. Svo lagð-
ist hann niður aptur, og fann, hvernig köldum svita
sló út um liann allan.
Hann reyndi til að halda augunum opuum; hann
fór að hugsa um allt annað, fór að hlusta eptir
storminum og bylnum úti ; hann heyrði, hvernig
kafaldinu þyrlaði kringum húsið, og fann nærri því,
hvernig hríðin var að lilaða skafli upp að gaflinum,
sem hann lá undir.
En þegar hann var búinn að halda augunum
opnum litla hríð og blína út í myrkrið, fannst hon-
um eins oghann færi aðsjá alla vega lita flóka þjóta
fyrir augunum, og svo runnu honum í hug drauga-
sögurnar aptur.
Hann heyrði hestinn sinn í hinum endanum á
húsinu vera að tyggja heyið, sem haun hafði gefið
honum, og þegar hann heyrði, hvað hann var ró-
legur, alveg eins og hann væri heima við jötunasína,
þá varð honum einhvern veginn liughægra.
En nú voru fötin farin að þiðna á honum, og