Iðunn - 01.06.1887, Side 93
379
Sagan af Sigurði formanni.
það sló svo kulda ,að honum, að hann reis á fætur
til að berja sjer.
jpegar liann var búinn að því um stund, hitnaði
honum, og nú sótti svo svefn á hann, að hann fór
aptur upp á loptþrepið, lagðist þar niður og reyndi
enu að sofna.
Svo leið lítil stund. Honum heyrðist veðrinu
fara að slota úti. Hesturinn hans var hættur að
muðla. lnni fannst honum myrkrið og kyrðin ein-
hvern veginn svo ægilegt í þessum eyðikofa uppi á
fjöllunum. Iíann gat ekki sofnað, hvernig sem
hann reyndi til. Allt af, þegar hann lagði augun
aptur, þá duttu honum í hug hinir mörgu, sem
höfðu orðið úti á heiðinni einmitt þarna kring um
sæluhúsið, og sumir höfðu jafnvel skreiðzt inn í það
með veikum burðum og látizt þar.
þá gat hann ekki að sjer gert, að opna augun
til þess að gá út í myrkrið, hvort hann sæi nokkuð,
og varð svo glaðvakandi.
Hann velti sjer á ýmsar hliðar, hvíldarlaus
og ókyr.
Svo heyrðist honum allt 1 einu eins og yæri
gengið eptir þekjunni á sæluhúsinu, sezt klofvega
yfir mænirinn, og svo mjakað sjer áfram, hægt og
hægt.
Hann reis í ofboði upp, og nú heyrði hann glöggt,
hvernig brakaði í mæninum á húsiuu.
Hesturinn hans þaut upp og inn til lians að lopt-
þrepinu, þrýsti sjer eins fast og hann gat upp að
því, og lagði hausinn ofan á fæturna á Sigurði,
sem lágu fram á skörina.
Svo heyrðist dynkur og skruðningur, svo að brak-