Iðunn - 01.06.1887, Page 94
380
Gestur Pálsson:
aði í hverju trje, nærri því eins og dregin væri
lnið með grjóti á niður eptir þekjunni á sælu-
húsinu.
Ejett á eptir heyrðist barið bumluhögg í hurðina,
og svo livert höggið á fætur öðru.
Sigurður fann, hvernig kuldatitringur fór um hann
allan, og hann fann líka, að hesturinn skalf og
nötraði, og eins og reyndi til að þrýsta sjer nær
honum.
Höggin á dyrnar heyrðust smátt og smátt, en
allt af var eins og að smádraga úr þeim, og loksins
hættu þau rneð öllu.
Sigurði kom ekki dúr á auga alla nóttina.
þegar höggin hættu, fór hann niður af þrepinu,
tók um hálsinn á hestiniun sínufn og klappaði hon-
um þangað til haun varð rólegri.
Svo leiddi hann hestinn með sjer yfir í hinn end-
ann á sæluhúsinu, lagðist þar niður og þá lagðist
hesturinn niður líka; svo rótaði Sigurður upp
moðinu, og hesturinn fór að muðla úr því aptur.
Svo lágu þeir, maðurinn og hesturinn, hvor hjá
öðrum, eins og bræður, það sem eptir var nætur-
innar, báðir jafnhræddir og báðir jafnánægðir með
það, að hafa lifandi veru hjá sjer þessa skelfilegu
nótt.
jpegar svo Sigurður hjelt, að komið mundi um
dægramót, þá stóð hann upp og fór á íiakk.
Hann var lengi að taka umbúninginn frá hurð-
inni að innanverðu, og svo lauk hann upp hurð-
ínni.
En undir eins og hann lauk upp hurðinni, sá