Iðunn - 01.06.1887, Page 95
Sagan af Sigurði formanni. 381
liann, hvar maður lá á hliðinni úti fyrir dyrun-
um,
Hann sneri andlitinu að dyrunum og var hálf-fent
yfir hann.
Hann leit bara allra-snöggvast á hann.
Hann þurfti ekki að liorfa lengi á liann. Hann
þekkti þessa andlitsdrœtti ofboö vel, þó þeir vœru
orðnir nokkuð fölir núna.
það var Einar bróðir hans.
Einar hafði ekki unað sjer, þegar Sigurður var
farinn ; liann þaut á stað og náði honum ekki fyr
en núna og ekki fyr en svona. Hann liafði gengið
upp á mænirinn á sæluhúsinu eptir skafii, sem þang-
að hafði lagt um nóttina; svo hafði hann þekkt
sæluhúsið, renut sjer niður af hliðinni og ætlað að
komast inn.
En það gat haun ekki, og þess vegna lá hann nú
örendur.
III.
Daginn eptir þenuan atburð batnaði veður, þegar
á daginn leið.
I Dalbotni, fremsta bænum næst heiðinui að
sunnanverðu, vissu menn ekki fyr til en þeir
sáu, hvar maður kom framan dalinn, og bar annan
mann í fauginu.
það var Sigurður, sem bar Einar bróður sinn
dauðan í fanginu. Iíestinn og farangur sinn liafði
hann skilið eptir uppi í sæluhúsinu.
Hann var orðinn gráliærður á þessari einu nótt;
hann talaði ekki nokkurt orð, og var nær því örvita
fyrst eptir að hann kom til byggða.