Iðunn - 01.06.1887, Síða 96
382
Uestur Pálsson :
Smátt og smátt vitkaðist hann þó, og gat sagt
frá því, sem orðið hafði í sæluhúsinu á heiðinni.
En það leið langt um, þangað til hann varð
mönnum sinnandi, og aldrei náði hann sjer aptur.
Myrkfælni hans óx svo, að hann mátti aldrei
einn vera, hvorki úti nje inni, þegar dimmt var
orðið, og ef svo bar nokkru sinni við, þá greip
hann fásinna svo mikil, að hann varð ekki jafn-
góður marga daga á eptir.
Móðir þeirra bræðra lagðist í rúmið eptir þessi
tíðindi, og lá allan veturinn og dó svo um
vorið.
Sigurður ljet svo selja jörðina og búskap allan um
vorið, og flutti sig alfarinn í Yíkina, keypti sjer þar
þurrabúð og settist þar að.
Svo reri hann árið um í kring ; alll af var hann
með langbeztu aflamönnum í Víkinui, og varð því
gott til háseta, þó hann þætti ekki við alþýðu-
skap.
Aldrei miuntist hann einu orði á atburðinn í
sæluhúsinu á Fjarðarheiði, og enginn nefndi hann á
nafn, svo hann heyrði.
það bar varla nokkurn tíma við, að hann yrti
á nokkurn mann að fyrra bragði, nema nauðsyn
bæri til, og stundum liðu svo heilir dagar, að hann
sagði ekkert orð, nema »já» og »nei».
Helzt bráði af honum, þegar hann var á sjó,
einkum ef hvasst var og illt í sjóinn ; það sópaði
að honum, þegar hann satt við stýri á áttæringn-
um sínum, sem liann kallaði »Vagn»; hásetum hans
þótti þá sem Ijetti svo yfir honum, eins og bjargi
væri af honum lypt; hann hafði augun alstaðar,