Iðunn - 01.06.1887, Síða 98
384
Gestm- Pálsson :
hafs móti skipum en nokkur hafnsögumaður hafði
gert á undan honum, og hann Ijet varlanokkru sinni
óveður tálma ferð sinni.
En drykkjuskapurinn ágerðist mikið við hafnsögu-
mennskuna, bœði af ]pví, að honum bauðst fremur
vín en áður, og líka af því, að hann hafði tölu-
vert meiri vosbúð í hafnsöguvolkinu en ella.
Hann átti tveggja-manna-far lítið, sem hann var
vanur að fara á einn inn í kaupstað, þegar hann
hvorki stundaði sjóróðra eða vou var a skipi til að
vísa leið til hafnar.
^pá lenti hann við bryggju beint niður undan
veitingahúsinu, brýndi bátnum sínum dálítið und-
an sjó, og gekk svo rakleiðis heim í veitingahúsið.
Ef margt manna var þar fyrir, og einkum ef
þar var mjkil háreisti inni, þá hafði haiin það til,
að snúa aptur, kaupa sjer brennivín á flösku £
einhverri búðinnni, og sigla svo rakleiðis heim
aptur.
En ef fátt manna var fyrir á veitingahúsinu, og
helzt, ef enginn var þar fyrir, þá settist hann ailt
af á sama bekkinn við sama borðið, skáhallt gegn
ofninum, heilsaði engum manni, og bað ofboð stutt-
aralega um einhver drykkjuföng.
Svo hjelt hann áfram að drekka, en talaði ekki
við nokkurn mann; fyrst drakk hann fremurhægt,
en þegar hann var orðinn ölvaður, tók hann hvert
glas sem honum var rjett, og drakk af í einum
teyg, þangað til hann sofnaði fram á borðið, allt af
á sama hátt, með höfvrðið liggjandi á vinstri hand-
leggnum og með hægri hendina um glasið sitt.
þetta var orðinn gamall vani á veitingahúsinu,