Iðunn - 01.06.1887, Side 102
388
Gostúr Pálsson :
hann kom inn í búðina sína, lieyrði hann að
hásetarnir yoru að tala um draum, sem einn þeirra
hafði dreymt. Hann hafði dreymt, að þeir vœru
á sjó og fengju versta veður, og lolcs vaknaði
hann við, að skipinu hvolfdi undir þeim.
Sigurður hlustaði á drauminn og mælti fram
þessa stöku :
pó eg sökkvi í saltan mar,
sú er cina vörnin:
ekki grætur ekkjan par,
ekki veina börnin.
Menn töluðu svo fram og aptur um það, hvort
mark væri að draumum eða ekki. Sigurður tók
engan þátt í þeim ræðum og við það sleit talinu.
Dagiun eptir var hærilegt veður og reri ahnenn-
ingur. Sigurður reri líka; þó þótti sumum af há-
setum hans hann all-þungbúinu um morguninn.
þegar svo leið á daginn, gerði versta veður og
mikið onm fyrir lendingunni í Víkinni.
Flestir náðu þó lendingu áður en veðrið var
fullversnað, nema Sigurður og fáeinir aðrir.
þó Sigurður væri þur á manninn, liöfðu þó all-
ir hásetarnir tekið til þess, hvað hann var venju
fremur hljóður þann dag.
þegar veður fór að versna, og skipin í kring fóru
að leysa sig og halda til lands, fóru háset-
ar Sigurðar að hafa orð á því, hvort ekki mundi
ráð að fara að halda á stað.
En Sigurður þagði og fór hvergi.
þegar svo allir, er lágu þar í kring, voru fyrir
góðri stundu komnir á stað, þá lagði Sigurður á
stað, enda var þá sjór orðinn svo illur og veður