Iðunn - 01.06.1887, Síða 103
Sagan af Siguröi forraanni. 389
svo hvasst, að fáir þóttust hafa verið á sjó í
slíku.
En það var hvorttveggja,. að Sigurður formaður
var afbragð annara manna við stjórn, enda þótti
hásetum hans sem hann aldrei hefði stýrt svo frá-
bærlega vel sem þann daginn.
Jpangað til komið var í brimgarðinn fyrir Víkur-
lendingunni; þá vissu hásetar hans ekki fyr til
en hann glápti allt í einu út í brimgarðinn og var
eins og andlitsdrættirnir stirðnuðu við, og svo öskr-
aði hann allt í einu: »Einar, Einar«. Svo stökk
hann upp frá stýrinu ■— og þá hvolfdi óðara.
Tveimur af hásetunum varð bjargað, en Sigurður
fórst þar og allir hinir.
»Eak Sigurð ?« spurði eg veitingamanuinn, þegar
hann hætti sögunni.
»Já, hann rak, og eg get, ef þjer viljið, sýnt yð-
ur leiðið hans hjerna í kirkjugarðinum#.
Svo gengum við á stað, veitingamaðurinn og eg,
upp f kirkjugarð.
Veitingamaðurinn gekk á undan mjer yfir þveran
kirkjugarðinn og staðnæmdist hjá leiði í einu horn-
iuu á garðinum.
|>að var skrítinn legsteinninn á því leiði. ]pað
var stóreflis sæbarinn fjöruhnullungur, alveg ótil-
höggvinn; hann hvíldi á tveimur hellum, sem skot-
ið var undir hann, og ofan á hann hafði einhver,
sem auðsjáanlega ekki kunni að liöggva stein,
höggvið tvo stóra, ofboð kluunalega og misstóra
stafi : S. F.
»Hvers son var Sigurður?« spurði eg.
»IIann var Jónsson, en F-ið táknar ekki föður-