Iðunn - 01.06.1887, Blaðsíða 104
390 Gestur l’álsson : Sagan af Sigurái formanni.
nafnið, heldur »formaður«; okkur þótti rjettara að
tííkua á leiðinu formonnskuna en föðurnafnið.
Svo stóðum við báðir þegjandi dálitla stund hjá
leiðinu. Kirkjugarðurinn stóð hátt og var þaðan
fegursta útsjón út yfir fjörðinn og út á flóánn.
»Hann var auðnuleysinghi, sagði veitingamaður-
inn í hálfum iiljóðum, eins og við sjálfan sig.
Eg leit yfir þennan stóra kirkjugarð, fullan af
leiðum, og mjer datt í hug, að enginn af öllum
þeim grúa, sem þar hvíldi, hefði þó eins mikinn
rjett til að hvílast og sofa vært, eins og Sigurður
formaður.
Brot íir fravifarasögu maniikynsins.
venfólkið okkar er ekki vant að láta sér finn-
ast mikið til um það, þó að ein nál glatist,
eða fari einhvern veginn að forgörðum ; þær fárasb
sjaldan meira um það enn svo, að þær fá sjer
aðra úr nálabréfinu, og svona gengr það koll af
kolli, þangað til bréfið er tómt og það þarf að
kaupa annað. Nei, nálin er ekki mikils virði,
segja þær okkur karlmönnunum ; það er ekki svo
mikil fjárútlát að fá sér þær aptr ; það væri þá,