Iðunn - 01.06.1887, Síða 107
ííálin.
393
eftir sjer. Slíkar tiálar voru smíðaðar í höadunum,
líkt og skónálarnar okkar íslenzku, og hefir það
bæði verið seinlegt, og aldrei orðið sórlega smágert.
Og þó kunnu menn þá þá list, að draga málm í
dráttarlöðum og gera úr honum vír, og lá því
nærri, að nota vírinn til þess að gera úr honum
nálar.
|>aó datt mönnum ekki í hug fyrri enn ntörgum
öldum síðar, þó að uudarlegt væri. í byrjuii 14.
aldar fundu meun handhægari dráttarlaðir enn áðr
voru, enda var þá eins og opnuðust á mönnum
augun. Núrnberg var áreiðanlega elzti staðr, þar
sem nálagerð varð fullkomin. Járnsmiðr nokkur J
Núrnberg, Rúðólfr að nafni, fullkomnaði bezt drátt-
arlöðina seint á 14. öld. Hann boraði mörg göt
misstór í stálhellu eina, og dró þar glóandi járn í
gegnum með töng ; svo færði hann sig milii gat-
anna eftir því setn mjókkaði vírinn. Enn hann
uppgafst fljótt á því að toga vírinn með höndun-
um, enda þótt hann hefði til þess töng, svo að
hann kom tönginni innan í járnhring, sem hélt
henni saman, batt við hana snæri, og lót það vefj-
ast upp á ás, sern snerist fyrir vatnsafli. þegar
vírinn var orðinn mátulega digr og sléttr, liafði
hann hann í nálar ; þetta var fjarskaleg framför ; nú
þurfti ekki framar að sitja við það tímunum sam-
an, að sverfa og fægja hverja nál; það kom af
sjálfu sjer úr dráttarlöðiuni hans; þarna fengu
nálasmiðirnir efnið hálfgert upp í hendrnar. Eyrsta
nálasmiðalag eða -gildisfélag er getið um að hafi
verið í Schwabach, þorpi einu litlu nálægt Núrn-
berg, og þykja þaðan korna enn hinar beztu nálar.