Iðunn - 01.06.1887, Page 110
396
Nálin.
löndunum (Aachen)’, Vestfali (Iserlohn) og
Fraíiken.
Aachen byrgir að miklu leyti Erakkland með
nálar ; enn frá Iserlohn fiytjast nálar bæði til Eúss-
lands og Ameríku, enda er þar einna stórkostleg-
ust nálagerð í heiini. Arið 1880 voru þar smíðað-
ar 2400 miljónir nála, og kostuðu þær nærfelt 2
miljónir króna. Nálasmiðjur eru þar átta ; ganga
þar átta gufuvélar með 225 hesta afli, og höfðu
þar atvinnu 1000 karlmenn og 800 kvenmenn.
Næsta ár voru þar gerðar 2500 milj. nála úr 12000
tíu-fjórðuugavættum af stálvír ; únnu þá 9 gufuvélar
með 230 hesta afli,og auk þess 4 vatnsmylnur. f>essar
framfarir komu af því, að menn fundu betri vélar
til þess að drepa á augaó og sverfa það enn áðr
voru til.
Saumnálagerð er fjarskalega margbrotin, og gengr
seint, enda telst svo til, að nálin fari 84 sinnum í
gegnum hendr smiðanna áðr enn hún er fullgerð.
Mest stríð er við það, að búa út augað. Beztar
nálar fást úr steypustálsvír, enn verstar þykja þær,
sem gerðar eru vir almennum járnvír, enn gerðar
að stáli (stældar) áðr enn þær eru hertár. Fyrst
er vírinn réttr, þegar búið er að klippa út úr hringn-
um, og svo er hann kliptr niðr hér um bil hundr-
aðfaldr í stúfa, rúmlega helmingi lengri enn nálin á
að verða. A einum klukkutíma má þannig klippa
40,000 stúfa, og verða úr því 80,000 nálar.
Stúfarnir eru nú ekki vel réttir enn ; þess vegna
eru teknir 5—6000 af þeim, og reknir upp á þá
þéttir járnhólkar ; síðan eru þeir glóhitaðir í glæð-
ingaofni, og valsaðir milli stálspjalda; síðan eru