Iðunn - 01.06.1887, Qupperneq 113
Nálin.
399
ui- báru til fingrna ; eucla eru sporin mörg, ef mikið
á að sauma1. Um nœstliðin aldamót brutu mjög
margir heilann um það, hvernig þeir ætti að geta
gert einskonar vél eða rokk til þess að sauma með.
Enn þetta vildi ekki ganga greitt. Sumir vildu
hafa tvær nálar með augað á oddiuum, og ætluðu
að láta þær mætast, og vefja saman þræðinum.
Sumir vildu aftr fiafa tvíyddar nálar með augað á
miðjunni. Ilvorugt af þessu hepnaðist svo, að fram-
för yrði að eða flýtir, því að hvorirtveggja vildu að eins
líkja eftir handsaumi. Ameríkumenn urðu fyrstir
til að finna, að til þoss varð að finna nýjar sauma-
aðferðir.
Erá 1830 til 1850 voru gefin út um 30 einkaleyfi
fyrir nýfundnum saumavélum (saumarokkum vil eg
kalla þær, af því að þær ganga svo líkt eins og
rokkr, ef fótr er á þeim), enn engin þeirra var að
gagni nema ein ; sá hét Thimonnier, er hana fann.
Hún saumaði með einskonar heklunálum tvíþrædd-
an steypilykkjusaum.
Thimonnier var bláfátækur skraddari í St. Etienne
í Prakklandi. Hann var ekki laginn fyrir iðn sína,
undarlegr í skapi, og hafði ekkert lag á að halda
vinnu sinni í horfinu, svo að hann komst f sult og
örbirgð. Hann var gáfnadaufr mjög, og flestir
héldu liann væri fábjáui. þó var hann svo skyn-
samr, að honum datt í hug að smíða saumavél.
Hann var reyndar bæði peningalaus, og enginn
1) Ensk samnastúlka taldi einu sinni saman nálsporin
a karlmannsskyrtu vandaðri úr lérefti, og taldist lienni
svo til, að þau hefði orðið alls 22,400.