Iðunn - 01.06.1887, Side 115
Nálin.
401
mínútu og gátu saumað jafnt lín sem leðr; margt
var þá orðið í henni úr járni. Bnn þá fór alt á
höfuðið; febrúarbyltingin dundi yfir, og félagarnir
urðu báðir féþrota. Thimonnier seldi einkaleyfis-
bréf sitt ensku félagi fyrir lítið verð, og dó nokk-
urum árum síðar í mestu örbyrgð og vesaldómi.
Steypilykkjuvélar með einum þræði (keðjuspors-
vélar) voru fyrst fundnar upp í Ameríku, enn þær stóðu
eigi lengi, því að saumrinn var svo svikull; þó fiutt-
ust þær til Islands þar til fyrir skömmu. Water
Hunt hét sá, er fyrstr gerði saumavél með skyttu;
má þvf telja hann frumkvöðul véla þeirra, er nú
gerast. Bnn hann hafði ekki vit á að meta rétt
uppfundningu sína, og hætti svo við. Elias Howe,
vélaverkmaðr í Boston, tók þetta lag upp fám ár-
urn síðar, og er ekki sannað, að hann hafi þekt
verk Hunts eða annara. Hann segir sér hafi fyrst
dottið í hug að smíða saumavél 1841; hann varði
öllum tómstundum sínum til þess, bar nálar og
annað smádót í vösunum við vinnu sína, þangað
til hann fekk sér hjálp til þess að smíða saumavél;
fyrsta skyttuvél var þannig fullsmíðuð 1845. Hann
fékk sér einkaleyfi, enn varð að láta það af hendi
við þann, sem hafði léð honum fé til vélarsmíðis-
ins. Fyrst vildi enginn trúa á fundningu hans;
menn voru orðnir svo hvektir á tómu glamri og í
loforðum. Howe seldi bréf sitt á Englandi fyrir '
100 pd. st. og hlut í ábatanum; verðið fekk hann,
enn hitt aldrei. Loksins gat hann herjað annað
leyfisbréfið til út í Ameríku, og settist nú sjálfr
að vélasmíði, og hagnýtti sér svo leyfið; græddist
Iðunn V. 26