Iðunn - 01.06.1887, Síða 116
402
Xálin.
lionum fljótt fé;. eun mest græddi hami á því, að
aðrir verksmiðjueigendr, sem tóku upp þnð ein-
kennilega í vól Howes—skyttuna og nálina með
augað á oddinum—, urðu að borga honum toll af
því samkvæmt ameríkskum einkaleyfalögum. Hann
átti svo mörgum miljónum skifti þegar hann dó.
Ar 1872 var einkaleyfi hans á enda, og losuðust
þá ameríkskir saumavélasmiðir við að borga erf-
ingjum Howes tollinn; voru það nærfelt 2 kr. af
hverri vól, sem smíðuð var.
þegar vél Howes var farin að breiðast út, kom
heldr enn ekki uppþot í Amerfkumenn; livert af-
brigðið var fundið upp eftir annað, og fengið einka-
leyfi fyrir; voru slík einkaleyfi gefin 200 á þrem
árum; fæstar þessar breytingar voru að neiuu liði,
og sumar svo lítilfjörlegar, að þær voru ekki nema
nafnið eitt.
Stórkostlegastar saumavélasmiðjur eru í Arne-
ríku, og þeirra mestar eru smiðjur þeirra Singers
og félaga hans í Boston; eftirspurnin eftir vélun-
um fer sívaxandi; árin 1852—1856 seldust með
hörkubrögðum 2000 vélar á ári frá öllum smiðjum
í Ameríku; árið 1872 seldust 700,000 frá 6 stærstu
smiðjum þar, og voru 219,000 af þeim frá Singer.
Árið 1880 voru seldar 3,190,000 vélar frá 41 verk-
smiðju, og átti Singer yfir hálfa milj. þeirra. Vél-
ar þessar seldust fyrir 800 milj. króna, og er þá
meðalverð á þeim nál. 250 kr. Má af því ráða, að
eitthvað af þeim muni vera bæði betra og
dýrara enn sumt af áliöldum þeim, er koma i
búðir á íslandi og kosta að jafnaði nálægt 50
kr. hér.