Iðunn - 01.06.1887, Page 120
406
Leo Tolstoy:
jpeir fóru allir inn í húsið, tóku koffort hans og
ferðapoka og leituðu grandgæfilega. Alt í einu drog-
ur lögreglumaðurinn hníf upp úr pokanurn og kallar:
»Hver á þennan hníf?«
Akszonow leit til þeirra. Blóðugan hníf höfðu
þeir dregið upp úr pokanum og Akszonow hrökk
saman.
»Og hvaðan er blóðið á hnífnum ?«
Akszonow ætlaði að svara, en kom ekki upp
orði.
»Bg . . . eg veit ekki . . . eg . . . á ekki
hnífinn#.
f>á mælti lögreglumaðurinn : »Kaupmaðurinn
fanst snemma morguns skorinn á háls í rúmi sínu.
f>að getur enginn hafa gert annar en þú. Herberg-
inu var læst að innan og enginn lifandi maður hafði
verið þar nema þú. Hnífurinn blóðugur hefir fund-
izt í poka þínum og auðséð á svip þínum, að þii hefir
vonda samvizku. Segðu hreint eins og er, livers
vegna liefirðu drepið hann og hvað miklum pening-
um hefirðu rænt frá honum ?«
Akszonow sór og sárt við lagði, að hann heföi
ekki gert það, hann hefði alls ekki litið kaupmann-
inn augurn eptir að þeir drukku teið saman, sjálfur
hefði hann haft með sér 8000 rúílur af sínum eigin pen-
ingum, og hnífurinn væri ekki sín eign. En honum
vafðist tunga um tönn, hann var nábleikur í framan
og skalf af angist eins og sekur maður.
Lögreglumaðurinn kallaði á liðsmennina og skip-
aði þeim að binda Akszonow og fleygja honum á
bændavagn. fegar nrr Akszonow lá þar með járn
um fætur, signdi hann sig og tók að gráta. Allir