Iðunn - 01.06.1887, Side 121
Dæmdur fyrir sakleysi.
407
munir hans og peningar voru frá honum teknir, og
var hann fluttur til næstu borgar og settur í fangelai.
Síðan var haldið spurnum fyrir í Wladimirsborg,
hvernig maður Akszonow hefði verið,og báru það all-
ir kaupmenn og fbúar borgarinnar, að Akszonow
hefði frá unga aldri verið hneigður til drykkjar og
einatt slegizt upp á menn, þegar hann var drukk-
inn, en að öðru leyti hefði hann verið valmenni.
Eptir það var hann kærður fyrir morðið.
.Konu Akszonows tók sárara til manns síns en
frá verði sagt. Hún fór með börnum sínum til borg-
arinnar þar sem maður hennar sat í fangelsi. Var
henni í fyrstu synjað aðgöngu, en loksins gekkst
umsjónarmönnunum lnigur við bænir hennar og
var hún leidd inn til manns síns. jpegar hún sá
hann f fangafötunum, járnviðjum reyrðan og í ræn-
ingja sambúð, þá varð henni svo mikið um, að hún
féll í öngvit og raknaði ekki við fyr en eptir
langan tíma. Eptir það færði hún börnin að hon-
um og settist sjálf við hlið honum, fór að tala
um heimilisefni og spurði hann vandlega um alt,
sem fyrir hann hafði komið. Hann sagði henni
alt eins og var og lauk máli sínu með þessum
orðum: »það er ómögulegt að refsingardórnur
gangi yíir saklausan mann«.
Hún strauk fingrunum eptir hári hans og mælti:
»Æ, segðu mér nú, hjartans vinurinn minn, er það
þá víst að þú hafir ekki drepið hann ?«
»Og þú líka getur ímyndað þér annað eins um
uiig?« svaraði Akszonow.
Hann greip hendinni fyrir augu sér og fór að
gráta. I sama bili kom liðsmaður og sagði að nú