Iðunn - 01.06.1887, Page 122
408 Leo Tolstqy :
yrði konan og börnin að fara. Akszonow kvaddi
þau í síðasta sinni.
þegar hann mintist þess með sjálfum sér, að
hún líka hafði spurt hann, livort hann hefði drepið
kaupmanninn, þá sagði hann við sjálfan sig : »þ>að
er auðsóð að onginn getur vitað sannleikann nema
guð einn, og að til lians eins eiga menn að biðja og
af honum náðar að vænta«.
Ög alt frá þeirn tíma hætti Akszonow að vona og
lét sér nægja að biðja til guðs.
Akszonow var dæmdur til knútstroku og æíi-
langrar hegningarvinnu. Eptir að liann var knút-
strýktur og sárin gróin eptir kniitstrokuna, var
hann sendur til Síberíu ásamt öðrum glæpa-
mönnum.
þarna í Síberíu var nú Akszonow sem hegning-
ingarfangi í tuttugu og sex ár. Hárið á höfði
lians varð hvítt sem mjöll og hónum óx grátt skegg,
langt og gisið. Alt hans fyrra glaðlyndi var horf-
ið. Hann varð herðalotinn, gekk hægt og seint,
talaði fátt, hló aldrei og bað opt til guðs.
Hann lærði skóarahandverk í fangelsinu og
fyrir peninga þá, er hann vann sér inn með því,
keypti hann helgra manna sögur og las í þeim
þegar bjart var, en á helgidögum fór hann í
fangakirkjuna, las í postulasögunum og söng íneð
söngmaunaflokknum, því rödd lians var óbiluð
enn. Yfirmennirnir höfðu mætur á Akszonow
fyrir sakir auðmýktar hans, og samfangar hans
virtu hann og kölluðu hann »afa litla« og »guðs
manninn#. þegar þeir þurftu einhverrar bænar
að biðja sendu þeir alt af Akszonow til að bera