Iðunn - 01.06.1887, Page 123
Dæmdur fyrir sakleysi.
409
hana fram við yfirboðara þeirra, og kæmi upp
einhver kritur milli fanganna, þá fóru þeir jafn-
an til Akszonow og létu hann miðla málum.
Engar fréttir fékk hann lieiman að, og vissi ekki,
livort kona sín og börn væru á lífi eða dáin.
það var einhvern dag, að nýir hegningarfangar
komu til fangelsisins. Um kvöldið söfnuðust allir
gömlu fangarnir utan um þessa nýu samlagsbræður
og tóku að spyrja þá, úr hvaða borg eða þorpi hver
þeirra væri um sig og fyrir hvað hann hefði verið
dæmdur. Akszonow hafði líka sezt hjá þeim á fjal-
tíet, og hlýddi á frásögur komumanna. Einn af nýu
föngunum vargamall maður á sextugs aldri, hár vexti
og burðalegur, með grátt skegg stuttvaxið. Hann
skýrði frá, fyrir hvað sér hefði verið refsað, og komst
þannig að orði :
»Fyrir svo sem engar sakir, já, fyrir engar sakir
er eg hingað kominn, bræður góðir. Eg hafði leyst
hest frá sleða manns nokkurs, sem var á ferð.
jpeir tóku mig þegar eg var að því, og sögðu: »þ>ú
liefir stolið*. þá sagði eg : »Eg ætlaði bara að flýta
ferð minni og sleppa hestinum aptur». Að öðru leyti
er sleðamaðurinn góður kunningi miun. Stendur
það ekki alt heima ?» spurði eg. »Nei», svöruðu
þeir, »þú hefir stolið». — En livar eg í raun og réttri
veru hef stolið, það vita þeir ekki. J>eir hefðu átt
að senda mig hingað fyrir löngu síðan, og samt
gátu þeir ekki sannað sökina á liendur mér. Og nú
sendu þeir mig hingað saklausan».
»Og úr hvaða bygðarlagi ertu ?« spurði einn af
föngunum.
»Eg er úr borginni Wladimir, og var eg þar