Iðunn - 01.06.1887, Síða 124
410 Lgo Tolstoy :
borgari, Makar er nafn niitt og föðurnafnið Sem-
jonow.
Akszonow reisti höfuðið við þessi orð og spurði :
nEkki hefirðu, Semjonowitsch, heyrt getið um kaup-
mannsfólk í Wladimir með ættarnafninu Akszo-
now ?».
»Jií, jii, heyrt hef eg þess getið, það er ríkis-
fólk; en skaða má það kalla, að faðir þeirra Akszo-
nowanna situr í Siberíu. Er líklega syndaseggur
eins og við hinir. En hvað hefir þú gert fyrir þér,
afi sæll, að þú skulir vera hér ?»
Akszonow vildi ógjarnan minnast á ólán sitt;
hann stundi að eins við og svaraði : »Eg er liér
sakir synda minna».
»Og hvaða syndir voru það ?», spurði Makar Sem-
jonowitsch.
Akszonow kvaðst ekkert frekara vilja þar uin
tala. En fangarnir sögðu Makar, fyrir hverjar
sakir Akszonow hafði verið sendur til Síberíu.
J>egar Makar heyrði þetta, leit hann til Akszo-
now, skeldi höndum á kné sér og mælti: »Mikil
heimsins undur, þú ert orðinn furðu ellilegur, afi
sæll».
Hann var þá spurður, því hann undraðist svo
mjög og hvar hann hefði séð Akszonow, en Makar
leysti ekki úr þeim spurningum; hann sagði að
eins :
»TJndur og fádæmi, börnin góð, undur og fádæmi,
að menn skuli hittast svona aptur».
Akszonow hjó eptir orðum þessum og datt þegar
í hug, að fanginn gæti, ef til vill, vitað eitthvað um,
hver myrt hefði kaupmanninn.