Iðunn - 01.06.1887, Síða 125
Dæmdur fyrir salcleysi.
511
»Ekki munt þú hafa heyrt, hver það var, sem
myrti kaupmanninn ?» spurði Akszonow.
Makar Semjonowitsch glotti við og mælti: »Ætli
sá hafi ekki myrt hann, sem knífurinn fanst hjá
í ferðapokanum ? En hafi einhver laumað hnífn-
um til þín og ekki verið tekinn fastur, þá er hann
ekki þjófur fyrir það. Og því skyldi hanu þá hafa
látið hnífinn í ferðapoka þinn ? Lá ekki pokinn
hjá þér við höfðalagið ? þú hefðir lilotið að hafa
heyrt til hans».
Óðara en Akszonow heyrði orðin töluð, kom hon-
um til hugar, að þessi maður mundi einmitt vera
sá hinn sami, sem myrt hafði kaupmanninn. Hann
stóð upp og gekk burt. Alla nóttina kom honum
ekki svefn á auga. Honum þrengdi að hjarta og
myndir frá liðnum tíma svifu bersýnar fram fyrir
hugskotssjónir liaus. Hann sá konu sína, oins og
hún var þá fyrrurn, þegar hún síðast fylgdi houum
á leið til ársmarkaðarins. Einnig sá hann börn
sín ung og smá, eins og þau höfðu verið þá— ann-
að í kápunni sinni litlu, en hitt við brjóst móð-
urinnar. jpá sá hann og mynd sjálfs sín frá sama
tímanum, þegar liann var ungur og glaðlyndur.
Alt rifjaðist upp fyrir honum, aftökustaðurinn, þar
sem hann hafði verið kmitstrýktur, böðullinn og
mannþyrpingin umhverfis, hlekkjajárnin, hálfsþriðja
tugar fangelsisvist, og nú loksins ellin. Og við
þetta varð honum svo skapþungt af harmi og gremju,
að honurn mundi hafa verið næst geði að fyrirfara
sér sjálfur.
»Og alt þetta er af völdum þessarar mannfýlu»,
hugsaði Akszonow með sér.