Iðunn - 01.06.1887, Page 126
412
Leo Tolstoy.
Og svo brennandi hatur fékk liann á Makar
Semjonowitsch, að hann vildi fyrir hvern mun hefna
sín á honum, enda þó það kostaði hans eigið líf.
Hann lá alla nóttina á bœn, en hjarta hans fékk
enga hvíld né frið. A daginn sneyddi hann hjá
Makar alt hvað hann gat, og virti liann ekki
viðlits.
Svoua liðu tvær vikur. Akszonow lá andvaka
allar nætur og lagðist á hann svo mikið þung-
lyndi, að hann vissi ekki hvað hann átti að gera
af sér.
Einu sinni gekk hann um fangelsið á náttarþeli,
og sá lrann þá hvar rnold var þeytt upp undir fjal-
fleti einu. Hann staðnæmdist þegar og hugði vand-
lega að. þá stökk Makar alt í einu [fram undan
fjalfletinu og horfði óttasleginn á Akszonow. Hann
ætlaði að ganga fram lrjá til að forðast Makar, en
Makar greip í hönd honum og lét liann vita, að
hann hefði grafið göng undir míirnum, og bæri
hann burt moldina, sem upp græfist, í stígvélabol-
um sínum á degi hverjum,þegar farið væri með fang-
ana til vinnu.
^þegiðu bara, gamli maðurx, sagði hann, >»eg skal
líka koma þér út héðan. Ef þú kemur upp um
mig, þá verð eg laminn, þangað til eg ligg ’nálfdauð-
ur ; en þú skalt þá ekki sloppa lieldur — því eg
drep þig».
þegar Akszonow sá óvin sinn standa þarna
frammi fyrir sér, réði hann sér ekki fyrir reiði,
rétti iit handlegginn og sagði : »Aldrei skal það
verða, að eg noti þenna útgang, og ekki þarftu að
drepa mig fremur en þú hefir gert. Hvort eg eigi