Iðunn - 01.06.1887, Side 127
Dæmdur fyrir sakleysi. 413
að sakbera þig eða ekki, því mun drottinn blása mér
í brjóst').
Dagiun eptir, þegar farið var með fangana til
vinnu, tóku liðsmennirnir eptir því, að einhver af
föngunum hafði hrist niður mold. Tóku þeir þá
að rannsaka fangelsið og fundu göngin, sem búið
var að grafa. Umsjónarmaðurinn kom út í fang-
elsið og tók að spyrja, hver iiinn seki væri, en
allir kváðust vera saklausir. þeir, sem til vissu,
komu ekki upp um Makar. þá vék umsjónarmað-
urinn sér að Akszonow og mælti : »þú ert ekki
vanur að fara með annað en það, sem satt er, gamli
maður, segðu mér nú fyrir guði þínum, hver valdur
er að þessu verki».
Makar stóð rólegur, sem ekkert væri um að
vera, og horfði á umsjónaímanninn, en ekki dirfð-
ist hann að líta til Akszonow. En bæði hendur
og varir titruðu á Akszonow, og lengi vel gat hann
ekki komið upp orði. Iiann liugsaði með sér : »A
cg að hjálpa honum til að leyna því, þar sem hann
hefir steypt mér í glötun? A liann að gjalda þess,
sem eg hef þolað ? Ætli mér verði hugléttara fyrir
það ?»
Og hann leit til Makars og sagði : »Eg hef ekki
séð neitt, og veit ekki neitt».
Með þessum hætti varð aldrei uppvíst, hver grafið
hafði göngin.
Næstu nótt, er Akszonow hí á fjalfleti sínu og
var hálfsofnaður, þá heyrir hann, að einhver kem-
ur inn og sezt við fætur hans. Hann lítur upp, og
sér í hálfdimmunni, að þetta er Makar. þá segir
Akszonow: