Iðunn - 01.06.1887, Page 128
414
Leo Tolstoy.
»Hvað vilt þú mér ?- Farðu, eða eg kalla á liðs-
menninai).
Makar Semjonowitsch laut ofan að Akszonow, og
sagði í hálfum hljóðum :
»Fyrirgefðu mér, Iwan Dmitriewitschn.
»Hvað á eg að fyrirgefa þér ?» spurði Akszonow.
»það var eg, sem myrti kaupmanninn, og eins
var það eg, sem laumaði til þín hnífnum. Eg ætl-
aði líka að drepa þig, en í því heyrði eg háreysti í
húsgarðinum. þess vegna lét eg linífiun í ferðapoka
þinn og skreið út um gluggannu.
Akszonow þagði, og vissi ekki livað hauu átti að
segja. Makar veltist niður af fjalfletinu, féll á kné,
og mælti :
nFyrirgefðu mér, Iwan Dmitriewitsch, fyrir guðs
sakir, fyrirgefðu mér. Eg ætla að meðganga, að
eg hefi myrt kaupmanninn — þú verður þá
gefinn laus úr fangelsinu, og getur farið heim til
þín».
þá sagði Akszonow : »þú mátt frómt um tala ;
en hvað hef eg mátt þola ? hvert á eg nú að fara ?
Kona mín er dáin, börn mín hafa gleymt mér;
hvert á eg að fara ?»
Makar stóð ekki upp aptur, heldur grúfði hann
sig niður að gólfinu og mælti:
nFyrirgefðu mér, Iwan Dmitriewitsch. þó eg
hefði verið húðstrýktur, þá hefði það verið mér
léttbærara en að horfa á þig núna. Og þú gazt
enda kent í brjósti um mig; þú liefir ekki
sakborið mig. Fyrir Ivrists sakir fyrirgefðu mér.
Fyrirgefðu mér, fantinum, mannhrakinun. Og hann
fór að gráta.