Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1956, Side 3

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1956, Side 3
TÍMARIT LÖGFRÆÐINGA S. hefti 1956. JL aruóion . Lögfræðirit Páls amtmanns Briem Allt frá því, er Magnús konferensráð Stephensen leið og fram til þess að lagaskólinn tók til starfa, má segja, að íslenzkir lögfræðingar hafi fátt látið eftir sig liggja af ritum og ritgerðum um lögfræðileg efni. Tvo fræðimenn ber þó hæst í því efni á þessu tímabili, þá Vilhjálm Finsen og Pál Briem. Vilhjálmur Finsen hefur svo sem kunnugt er unnið íslenzkri réttarsögu ómetanlegt gagn með hin- um ágætu útgáfum sínum af handritum Grágásar, og auk þess ritað manna bezt um rétt þjóðveldistímans. Hinn 19. október síðastliðinn voru 100 ár liðin frá fæðingu Páls Briem, og er það maklegt, að lögfræðirita hans sé í tilefni af þessu afmæli hans getið að nokkru í þessu tímariti. Páll Briem varð stúdent árið 1878 og tók þá að stunda laganám í Kaupmannahafnarháskóla. Á námsárum sínum þar kynntist hann Vilhjálmi Finsen, og til þeirra kynna má eflaust rekja áhuga hans á réttarsögu Islands. Að öðru leyti mun hann einkum hafa orðið fyrir áhrifum frá próf. Carl Goos, en Goos var mestur skörungur danskra lög- fræðinga um þær mundir og hafði djúp og varanleg áhrif á marga lærisveina sína. Páll Briem var mjög hneigður til fræðimennsku, og þykir mér trúlegt, að hann myndi framar öðru hafa kosið 129

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.