Tímarit lögfræðinga - 01.07.1956, Blaðsíða 4
sér stöðu, sem gæfi honum færi á að gefa sig að fræði-
störfum. Hann sótti um kennarastöðu þá við Hafnarhá-
skóla, er laus var til umsóknar við fráfall Gísla Brynj-
ólfssonar, og hafði hann þá eindregin meðmæli Vilhjálms
Finsens. En annar maður var tekinn fram yfir hann. Á
þeim tímum var ekki völ á neinni fræðimannsstöðu í lög-
fræði hér á landi, en stofnun lagaskóla var þá á döfinni.
Klemens Jónsson getur þess í ævisögu Páls í Andvara 1907,
að hann hafi haft mikla löngun til að komast að lagaskól-
anum, þegar hann tæki til starfa, og hafi hann fylgt því
máli með áhuga. Þegar lögin um lagaskóla svo að lokum
voru sett, árið 1904, ætlaði stjórnin, að því er Klemens
segir, Páli forstöðu skólans. En hann andaðist áður en
skólinn hóf starf sitt. Vafalaust mundi meira liggja eftir
hann af lögfræðiritum, ef hann hefði lifað lengur og kom-
izt í þessa stöðu. En í þess stað urðu ritgerðir hans auka-
verk, unnin í önnum umfangsmikilla embætta.
Fyrsta rit Páls, er birtist á prenti, var fyrirlestur, sem
hann hafði haldið hér í Reykjavík, um frelsi og menntun
kvenna. Meginefni þess ritlings er frásögn um kvenfrels-
isbaráttu þá, sem hafin var þá fyrir nokkru í Bandaríkj-
um Norður-Ameríku, en jafnframt er þar gerð nokkur
grein fyrir stöðu kvenna að lögum bæði hér á landi og
víðar, og má að því leyti til telja rit þetta til lögfræðirita
Páls. Sama árið, 1885, birtist ritgerð hans um Grágás í
Tímariti hins íslenzka bókmenntafélags. Er þetta ýtarleg
ritgerð, glögg og skýr greinargerð um Grágás og í sam-
bandi við hana um nokkur atriði í rétti þjóðveldistímans,
og hefir þessi ritgerð hans fullt gildi enn í dag. Hinsvegar
verður ekki sagt, að hún hafi margar nýjungar að geyma,
höfundurinn fylgir oftast skoðunum Vilhjálms Finsens.
Árið 1888 kom í Andvara ritgerð eftir Pál, sem hann
nefndi Frelsi og réttur. Tók hann þar til meðferðar boð-
orðin tvö: Gjör rétt og þol eigi órétt, og fjallar ritgerðin
einkum um hið síðarnefnda og hversu mikilvægt það sé,
að óréttur nái eigi að hafa framgang sinn. Styðst hann
130