Tímarit lögfræðinga - 01.07.1956, Síða 5
þar m. a. við rit þeirra Stuart Mills og Rudolfs v. Iherings
og tilfærir ýmsa kafla úr ritum þeirra. Ég tilfæri hér á
eftir nokkra káfla úr ritgerðinni þar sem skoðun hans og
afstaða til þessa máls kemur skýrt fram:
„Því hefir verið haldið fram, að dáðríkur dugnaður
hinna betri manna í því að halda uppi réttinum gagnvart
óréttinum, væri aðalskilyrði fyrir framförum og farsæld
hverrar þjóðar. Það er fagurt að sýna þolinmæði og um-
burðarlyndi, en þegar þolinmæðin og umburðarlyndið
gengur út fyrir takmörk réttlætisins og koma af dáðleysis
eigingirni eða kveifarlegu afskiptaleysi, þá eru þau eigi
lengur dyggðir heldur brestir, sem mjög verður að gjalda
varhug við... Af því að óréttinum linnir aldrei, af því menn
hætta aldrei að stela, af því að margir jafnan brjóta lög
og rétt, þá er svo áríðandi, að fara eftir boðorðinu: „Þol
eigi órétt“. Forfeður vorir misstu frelsi sitt fyrir afskipta-
leysi. Þeir, sem brjóta réttinn, eru ámælisverðir, en þeir,
sem fyrir dáðleysi þola óréttinn, eru engu síður ámælis-
verðir. Og sú þjóð er aum, þar sem engir láta til sín taka
og skipta sér ekkert af, þótt rétturinn sé brotinn. Ef
Islendingar eiga að nota það frelsi i'éttilega, sem þeir hafa
og óska eftir, þá verður réttartilfinning þeirra að verða
næmari en hún er og þormeiri. Hinir betri manna verða
að gæta þess vandlega, að lög og réttur sé eigi brotinn
að ósekju, hætta að vorkenna lögbrjótum og réttarspillum,
en gjöra sitt til, að þeir fái makleg málagjöld."
Ritgerðin er sköruglega rituð út frá þessu sjónarmiði
höfundarins.
I 15. árgangi Andvara (1889) eru tvær ritgerðir eftir
Pál, er hér skal minnst. önnur þeirra heitir: „Nokkur
landsmál, einkum fátækramálið og skattamál," og er hún
nánast þjóðhagslegs eðlis en ég nefni hana hér vegna þess,
að höfundurinn gerir þar nokkra grein fyrir fátækralög-
gjöf hér á landi og víðar. Hin ritgerðin heitir „Nokkur
orð um stjómskipun Islands í fornöld", og er hún rituð
í tilefni af riti Vilhjálms Finsens: „Om den oprindelige
131