Tímarit lögfræðinga - 01.07.1956, Page 7
mikinn áhuga fyrir þjóðhagslegum efnum og Lögfræðingi
var ætlað að vera „Tímarit um lögfræði, löggjafarmál og
þjóðhagsfræði."
Auk ritgerða þeirra, sem hér hafa verið nefndar eru svo
ýmsar smærri ritgerðir, yfirlit yfir löggjöf, bæði innlenda
og erlenda, yfirlit yfir dóma í íslenzkum málum og rit-
fregnir.
Eins og áður er getið kom Lögfræðingur út aðeins í 5
ár.Þessi tilraun til að halda hér úti lögfræðitímariti lán-
aðist því ekki, og vafalaust hefir það verið af því, að ritið
hefir eigi fengið nógu marga kaupendur, því eigi skorti
útgefandann áhuga, og nóg efni myndi hann hafa haft til
birtingar í ritinu.
Vér, íslenzkir lögfræðingar megum minnast Páls Briem
með þakklæti fyrir þetta framtak hans, sem hefði getað
orðið íslenzkum lögvísindum til hins mesta gagn og efl-
ingar eins og hann mun hafa vonað að það yrði.
133