Tímarit lögfræðinga - 01.07.1956, Síða 15
í gegn um neðri deild. Samkvæmt tillögu nefndar voru
gerðar á því nokkrar minni háttar breytingar, sbr. Alþt.
1939 A þskj. 392. En ekki fékk málið fullnaðarafgreiðslu
á því þingi.
Frumvarpið var svo loks afgreitt á Alþingi 1940, en þá
var, eins og áður segir, gerð á því sú breyting, að 7. gr.
var felld niður, en hún var svohlj óðandi: „Ríkissjóður
á rétt til að taka hvera- eða laugaorku eignarnámi til al-
menningsþarfa, en gæta skal þess, að jarðeigandi eða um-
ráðamaður hafi eftir nægilega orku til nauðsynja sinna,
til eigin heimilis- og búsþarfa. Um eignarnámið fer eftir
lögum nr. 61 14. nóv. 1947“.
Frá þeirri eignarréttarstefnu, sem 1. 98/1940 eru byggð
á, hefur ekki verið vikið í síðari löggjöf. Mætti e. t. v. frem-
ur segja, að löggjafinn hefði staðfest hana í nýrri lögum.
Má þar fyrst nefna 1. nr. 114 frá 1943, um breyting á 1.
98/1940, sem gera ráð fyrir jarðborunum og virðast ganga
út frá því, að jarðhiti tilheyri einstökum jörðum, þótt
hann sé leiddur upp á vfirborðið með borun. Minna má
og aðeins á 1. nr. 7 frá 1946, er leggja þá kvöð á landeig-
endur að girða í kringum hveri og laugar í landareign
sinni. Þá má og enn fremur nefna 1. 4/1946, um sölu þjóð-
jarða og kirkjujarða. I síðustu mgr. 1. gr. þeirra laga er
boðið, að jarðhitaréttindi umfrarn heimilisþarfir skuli
undanskilin við sölu á þjóðjörðum og kirkjujörðum. Hef-
ur Hæstiréttur komizt að þeirri niðurstöðu, að landbún-
aðarráðherra væri eigi einungis heimilt, heldur og skylt
að undanskilja jarðhitaréttindi við sölu þjóðjarða, sam-
kvæmt ákvæði þessu, sbr. Hrd. XXY bls. 584. Vitaskuld
hefði verið óþarft að undanskilja jarðhitaréttindi, ef þau
fylgdu ekki eignarrétti að jörðunum. Loks má geta þess,
að i 2. gr. 1. 40/1948 um kauprétt á jörðum, er mælt, að
ákvæði laganna eigi einnig við, „ef seldur er hluti af jörð,
afréttarlönd, óbyggðar lendur, ítök, skógar, vatnsnot,
jarðhiti og hvers konar veiðiréttindi eða önnur gæði,
141