Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1956, Page 18

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1956, Page 18
Samkvæmt því, er að framan greinir, verður niðurstað- an sú, að jarðhiti, hvort heldur er í náttúrlegum hverum og laugum eða undir yfirborði jarðar, fylgi landareign þeirri, sem hann er í. Eins og lögum er háttað nú, verður réttur landeiganda til jarðhitans ekki takmarkaður við tiltekið dýpi, t. d. ákveðna metratölu, heldur verður að meta það í hverju falli ef á reynir, með hliðsjón af rétt- mætri þörf landeiganda, almannahagsmunum og vand- kvæðum þeim, sem á þvi eru að skipta jarðhita, sem djúpt liggur, á milli fleiri eigenda. Sú aðalregla, er að framan greinir, er i samræmi við það, sem gildir um vatnsréttindi og námuréttindi að íslenzkum lögum. Er þó jarðhiti undir yfirborði jarðar nokkuð annars eðlis en málmar eða málmblendingar, sem liggja kyrrir i jörðu, og hagnvt- ing jarðhita er raunar líka að sumu leyti frábrugðin nýt- ingu vatnsorku. Þó að réttur landeiganda til umráða og hagnýtingar jarðhita í landi sínu sé þannig, að þvi er virð- ist, litlum skorðum bundinn að núgildandi lögum, má auðvitað setja honum ýmis takmörk með nýrri löggjöf, ef ástæða þykir til. Verður nánar rætt um það síðar. III. Næst verður hér vikið að jarðhitalöggjöf eða rétt- arreglum um eignarráð niður á við i jarðargrunnið hjá nokkrum öðrum þjóðum. Sérstök jarðhitalöggjöf er fátið. Er það eðlilegt, þar sem notkunar jarðhita gætir aðeins i fáum löndum. Af annarri löggjöf koma lög um olíunám og oliuvinnslu einsum til álita. Fyrst verður hér vikið að löggjöf í löndum, þar sem jarðhiti er hagnýttur. Því næst verður drepið á réttar- reglur um eignarráð niður á við í jörðina i nokkrum Ev- rópulöndum. Nýja Sjáland I Nýja Sjálandi hafa verið sett sérstök lög um jarðhita. Eru það lög nr. 102 frá 26. nóvember 1953 (An Act to 144

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.