Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1956, Page 21

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1956, Page 21
Mexico 1 Mexico er á döfinni setning sérstakra laga um jarð- hita eða öllu heldur um jarðvatn. Hefur frumvarp um það efni verið lagt fyrir sambandsþingið. 1 3. gr. þessa frumvarps segir, að landeigendum sé frjálst að leiða upp á yfirborðið og hagnýta sér jarðvatn, nema þá er virkjun þess eða notkun getur liaft áhrif á almannahag eða hagnýtingu, sem fyrir er, eða þegar með þessum aðgerðum er tekið eða leitt burt vatn, sem er þjóðareign. I 2. mgr. 3. gr. er því jafnframt bætt við, að beizlun vatnsgufu eða rennandi vatns, sem er af náttur- unnar hendi heitara en 80° á Celsius, svo og hagnýting þess, sé talin snerta almannaliag, enda þótt vatnið spretti upp eða fram sjálfkrafa. I öðrum tilfellum ákveður skrif- stofa vatnsorkumála hvenær virkjun varði almanna hag, þ. e. a. s. hvenær landeigendum sé ófrjálst án sérstaks leyfis að leiða vatnið upp á yfirborðið. Samkvæmt 5. gr. þarf lwer maður sérstaka lieimild eða leyfi til að virkja jarðvatn, ef um er að ræða vatn í þjóðareign, eða ef virkj- un þessi getur varðað almannahag. 1 frumvarpinu er eng- in skýring gefin á því, við hvað átt sé með vatni í þjóðar- eign, heldur er þar vísað til vatnalaga. Samkvæmt II. kafla frumvarpsins getur skrifstofa vatns- orkumála gefið út yfirlýsingu um tiltekin bannsvæði og má þá alls ekki bora þar né virkja vatn, nema um sé að ræða vatn til heimilisnotkunar. Ástæður til slíks banns geta verið þær, að ný borun eða virkjun hafi áhrif á hag- nýtingu, sem fyrir er, að hætta sé á að vatnsæðar tæmist, að um sé að ræða augljósa sóun eða misnotkun jarðvatns eða virkjanir á þessu svæði reynast með öðrum hætti varða hagsmuni almennings. I 26. gr. frumvarpsins segir, að framkvæmdavaldshafar sambandsríkjanna geti lagt hald á vatn eða vatnsgufu, sem frá náttúrunnar hendi er heitara en 80° á Celsius í því skyni að hagnýta það í þjóðarþágu til framleiðslu á orku. Hefur rafoi’kumálanefnd sambandsríkjanna for- 147

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.