Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1956, Page 24

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1956, Page 24
réttara sagt, eignarréttarákvæðið i stjórnarslcrá Islands er beinlínis sniðið eftir hliðstæðu ákvæði i grundvallar- lögum Dana. Löggjöf sú, er að framan greinir, um eignar- rétt ríkisins að jarðefnum í „undergrund“ landsins hefur verið talin heimil, þrátt fyrir ákvæði grundvallarlaganna um vernd einstaklings eignarréttar. Noregur Viðurkennt er, að eignarréttur landeiganda sé elcki tak- markaður við yfirhorð landsins, heldur nái einnig til jarð- laga undir yfirborði jarðar. I lögum munu þó ekki bein ákvæði um takmörk eignarréttar niður á við. Á meðal norskra fræðimanna hafa skoðanir verið skiptar um það, hversu langt niður í jörðina eignarréttur landeiganda nái. Prófessor Brandt hélt því fram á sínum tima, að eignar- réttur landeiganda næði allt að miðpunkti jarðar. Scheel liélt því hins vegar fram, að eignarréttur landeiganda næði svo langt niður, sem mannleg starfsemi næði á hverjum tíma, sbr. Tingsret hls. 44. Prófessor Helland hélt því fram, að eignarréttur landeiganda næði jafnlangt niður sem dýpstu námur. Jarðlög þar fyrir neðaan gætu ekki verið andlag fyrir eignarrétti, sbr. RT. 1891, bls. 41—42. Prófessor Gjelsvik taldi, að þegar komið væri svo langt niður í jörðina, að menn gætu ekki lengur haft neitt gagn af eignarráðum, þá gæti heldur ekki verið um neinn eign- arrétt að ræða, sbr. Norsk Tingsret bls. 35. („Efter norsk ret kan regelen best formes saaledes: Naar det gaar saa langt op i Luftrummet eller saa langt ned i jorden, at folk ikke har nogen nytte av eiendomsraadigheten kan det heller ilcke være tale om nogen eiendomsret“). 1 samræmi við þessa skoðun mun nú almennt talið, að landeigandi hafi eignarrétt svo langt niður á við i jörðina, sem liann liefur liagsmuni af að gera eignarrétt gildandi. Steinar og málmar í jörðu eru þvi taldir tilheyra landeig- anda og hann má sækja þá svo djúpt niður sem hann vill, 150

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.