Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1956, Side 32

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1956, Side 32
Frá bæjarþingi og sjó- verzlunar- dómi Reykjavíkur Nokkrir dómar frá árunum 1955 og 1956. A. SIFJARÉTTUR: Ráðspjallabætur. E. og J. kynntust á árinu 1947, og héldust kynni þeirra. I maí 1951 ól E. dóttur þeirra. Eftir það bjó E. 2—3 mán. hjá foreldrum J., en fluttist síðan til foreldra sinna. J. bjó á Akureyri 1950 og 1951, en kom til Reykj avíkur aftur á miðju sumri 1951, og voru þau E. mikið saman nokkra daga, unz J. fór norður aftur. I febrúar 1952 fluttist J. til Reykjavíkur, og í marz s. á. opinberuðu þau trúlofun sína. I sama mánuði hófu þau að búa saman og bjuggu hjá systur J. Hinn 5. júní 1952 ól E. J. aðra dóttur. Kveð- ur E. J. hafa óskað þess, meðan hún lá á sæng, að þau slitu festum, en ekki hafi orðið af því, þar eð hún liafi svnj að þess. Um miðjan júlí 1952 fór E. úr bænum með bæði börnin, en 1. sept. s. á. tóku hún og J. upp sambúð að njrju, og hélzt nú sambúð þeirra óslitið til 5. febrúar 1954, en þann dag segir E., að J. liafi krafið hana um trúlofunar- hringinn, þar eð trúlofun þeirra væri slitið. Hafi hún þeg- ar orðið við þeirri kröfu, enda hafi þau þá verið stödd á dansskemmtun og J. við skál. Daginn eftir kveðst E. hafa hitt J. og beðið hann að slíta ekki festarnar. Kveðst hún hafa beðið þessa vegna barna þeirra, en J. hafi ekki reynzt fáanlegur til þess. E., sem taldi J. hafa rofið festar án nokkurra saka af liennar hálfu, höfðaði nú mál gegn J. og krafði hann bóta fyrir heitrof hans, svo og ráðspjöll þau, er hún taldi, að þau hefðu valdið henni. J. krafðist sýknu og studdi þá kröfu í fyrsta lagi þeim 158

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.